Hér að neðan eru leiðbeiningar um virkni einstakra leitarsvæða í vefviðmótinu.
Leit
Við leit að persónunöfnum er æskilegt að setja nöfn innan gæsalappa. Annars birtast allir sem hafa sama fornafn og/eða eftirnafn.
Nafn
Heiti einstaklinga hafa verið samræmd. Til dæmis er notast við kvenmannsnafnið Málfríður, þó í heimildum gæti t.v. verið ritað Málmfríður.
Bær
Við leit að bæjarnöfnum þarf að hafa í huga að leitast var við að nöfn þeirra væru skráð sem næst nútíðarrithætti.
Ártöl
Miðað er við andlátsár eða fyrstu tiltæku dagsetningu dánarbús, skipta eða uppboðs, en skráningu eigna ef fólk var á lífi.
Fæðingarár
Leitað var að hinum látnu í Íslendingabók en jafnframt að einhverju marki í manntölum og kirkjubókum. Þetta er verk í vinnslu. Nokkuð vantar enn af upplýsingum og er þess þá getið í færslum.
Kyn
Karlar og konur. Færslur um hjón ná yfir skráningu eigna eða eignaskipti við hjónaskilnaði og þegar fólk brá búi eða var gert upp vegna afbrota.
Staða
Stöðu er sjaldan getið í uppskriftum eða við skipti. Hér er aukið við upplýsingum úr manntölum og úr Íslendingabók. Þó vantar mikið á að þessar upplýsingar séu tæmandi og leitarniðurstöður þar sem staða fólks er notuð hvorki tæmandi né öruggar.
Mat
Verðmat á eignum fyrir skuldir við arfaskipti, séu þau varðveitt, en annars við uppskrift eða uppboð. Miðað er við ríkisdali til og með árinu 1874 en krónur eftir þann tíma. Fram undir lok 18. aldar var verðmat oft í hundruðum og álnum. Meginregla hér er að reikna sex ríkisdali í hundraðinu en upprunalegt mat kemur fram í athugasemdum.
Tegund
Hægt er að afmarka leit eftir því hvaða gögn eru varðveitt. Dánarbú segir til um skráningu eigna og tekur einnig til einstaklinga sem voru á lífi. Uppboð og Skiptabók útskýra sig sjálf en Lóðseðlar er þegar uppskrift eigna er ekki varðveitt en skiptabók sýnir hvað hver erfingi fékk í sinn hlut (misnákvæmlega þó).
Um einstakar færslur
Hér birtast frekari upplýsingar um hvern einstakling. Varðveisla gagna kemur fram og dagsetningar á skráningu, skiptum og uppboði, eftir atvikum. Verðmatið sést og heimilda er getið, með myndum að því marki sem þær liggja fyrir. Þarna eru líka athugasemdir sem urðu til við vinnslu gagnagrunnsins, oftast um erfingja en stundum varðandi frekari heimildir.